Eld-eld-gamla daga !!
28.8.2007 | 19:37
Fór á röltið í dag að hitta nemendur,- alltaf gaman að því. Brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Stærðfræðisurvævor í gangi út á plani, nemendur í myndlistarvali úti að teikna og ég veit bara ekki hvað. Í þessum skóla þarf sko ekki kennslustofur ;) En hvað um það,- einn nemandi minn hafði fengið af því spurnir að ég hefði verið ormasafnari þegar ég var lítil,- ( hmmmm, veit ekki hver gefur út svona persónuupplýsingar), þannig að ég var tilneydd til að segja börnunum aðeins frá því,- og hvað ég grenjaði mikið þegar þeir voru allir dauðir í buxnavasa mínum. Hvað varstu gömul þá ? spurði ein yndisleg stúlka...4 ára sagði ég,- en hvað ertu gömul núna ? var næsta spurning ? Hmmmm 41 árs ( voða glöð að geta sagt það ennþá....),- nú þetta hefur þá verið í ELD-ELD-gamla daga..........sagði sú stutta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.