Króksmót

Við Kolfreyja fylgdum Lúkasi á Króksmót um helgina.  Alltaf gaman á Króksmótum,- en aldrei þessu vant varð tjaldvagninn eftir heima og við renndum yfir Þverárfjall að morgni og kveldi og gistum hjá tengdó.  Mér fannst það nú frekar fúlt svona fyrri daginn að vera ekki í tjaldi altsvo,- tengdó eru alveg stórfín sko,- en í dag þegar liðið var að pakka saman var ég afskaplega fegin að setjast bara inn í bíl og bruna heim.  Lúkasi og félögum gekk alveg þokkalega,- amk höfðu þeir gaman af,- er þetta ekki það sem á að segja þegar lið lendir í 11 sæti Woundering.  Síðan var tóm gleði og hamingja í kveld þegar við fórum á flugvöllinn og sóttum bóndann sem var að koma af sjónum,- já með flugvél, þið lásuð rétt  !! Notalegt líf semsagt framundan næsta mánuðinn eða svo................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband