Til Gunnu !!
9.8.2007 | 21:32
Kæra Gunna. Ég skil bara ekkert í því að þú kunnir ekki að sulta kirsuberjatómata ;) Hélt að hver og einn einasti fullorðinn einstaklingur á Íslandi kynni þetta,- já og jafnvel yngri og ekki á Íslandi.....hrrrpmmm
Slatti af kirsuberjatómötum t.d. ein askja,- skera þá í tvennt og raða þeim í eldfast mót og krydda með dassi af flórsykri, hvítlauksolíu, salti og pipar. Skellt í 160 gráðu heitan ofn í ca 6 mín,- til eða frá nokkrar,- aðallega til þó. Kippa tómötunum út, píska þá saman og saxa niður basiliku og strá yfir. Volla.....hrikalega gott semsagt með neðangreindum skötusel ;)
Athugasemdir
Takk, takk mín kæra! Þetta ætla ég sko að prófa!
Guðrún S Sigurðardóttir, 14.8.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.