Ummmmmm...
5.8.2007 | 16:47
var að leggja skötusel í marineringu a´la Steinvör. Ólífuolía, limesafi,sítrónusafi og massi af hvítlauk !! Síðan fer þetta á grillið á eftir,- eða í ofninn og marineringin fer í pott með böns af smjöri og síðan settur kóriander rétt í restina. Með þessu ætla ég að gera sultaða kirsuberjatómata,- hljómar þetta ekki girnilega !!
Verslunarmannahelgin í ár hefur einkennt af matargerð og rauðvínsdrykkju!! Góðir vinir úr Reykjavíkinni í heimsókn og þar sem við erum öll mikið matfólk þá hefur ríkt tóm gleði yfir pottunum. Geggjaður kjúlli á föstudag, læri í gær og frönsk súkkulaðikaka og síðan fiskur í dag!!
Athugasemdir
og hvernig bragðaðist ? Okkur þykir þetta rosalega gott, líka með stórlúðu.
Steinvör (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 12:13
Gjörsamlega geggjað!!!
ÞHelga (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 09:20
Hvernig sultar maður kirsuberjatómata? Ég veit ég spyr eins og fávís kona en.....
Guðrún S Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.