Hent út...

Þar sem ég er í hinum gríðarlega kostablóðflokki O- þá fór ég einu sinni til að gefa blóð,- sá fyrir mér að blóð mitt myndi bjarga fjölda kven- og mannslífa.  Mér var hent öfugri út takk fyrir,- í fyrsta lagi þá er ég með berklabakteríuna í mér ( mótefni sem sprautað var í mig að mér forspurðri nýfæddri), í öðru lagi er ég með asperín ofnæmi,- í þriðja lagi var ég nýbúin á penisilínkúr þegar ég ætlaði að gerast hetja og í fjórða lagi var ég með afskaplega lágan blóðstatus á þessum tíma.  Þetta var nú svekkjandi og þó svo að blóðstatusinn hafi farið heldur upp á við og penisilín ekki komið inn fyrir mínar varir í mörg ár þá er berklabakterían og asperínofnæmið enn til staðar.............þannig að ekki bjarga ég lífum með því að gefa blóð,- fúlt !!
mbl.is Blóðbankinn kallar eftir O mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I feel your pain syster! Ég fór og ætlaði að gefa O- gæðablóð í dag og var hent út því að það eru innan við 5 dagar frá því að ég úðaði frjóofnæmislyfi í nefið á mér! Gæðablóð eins og ég verða því að vera duglegar að gefa blóð yfir vetrartímann bara!

Helga Snæ (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 22:22

2 identicon

Þú færð nú samt stóran plús fyrir það að hafa mætt og sýnt viðleitni :) Ég fór einu sinni og gaf blóð en var svo að liggja í klukkutíma í blóðbankanum til að ég hryndi ekki í gólfið! Þeir hafa kannski dælt fullmiklu úr mér... ;)

Frábæri afgreiðslumaðurinn í Bónus, Jónas hinn brosandi glaði, er litli bróðir hennar Taniu Li! Vissirðu það? :)

Tinna Hrönn (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:54

3 identicon

Lenti í sama !!! Svaraði ákalli á Bylgjunni, lítill drengur í líshættu, þarf blóðgjöf nokkru sinnum á dag.. allir í  mínus blóðflokki beðnir um að gefa, ég tek ólöglega u-beygju og keyri á urrandi gasi í blóðbankann en þar sem ég átti barn á síðasta ári og var þar að auki með frunsu var ég vinsamlegast beðin um að fara.  En ég fékk nú samt í svanginn og leið vel í hjartanu eftir að hafa reynt að leggja mitt af mörkum fyrir litla drenginn.

Þórhildur (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband