Sólarlandshlutaferð!!
20.7.2007 | 01:24
Við,þ.e. ég og börnin erum komin heima úr sólarferð okkar á suðvesturhornið. Byrjuðum á því þegar við fórum að skutla húsbóndanum á kajann og síðan dilluðum við okkur í Hveró hjá mömmu. Mæ ó mæ, hvað þetta er búið að vera næs og notó. Sól og blíða upp á hvern einasta dag og vinir og skemmtun. Við mamma og börnin gerðum aldeilis víðreist,- fórum upp í sumarbústað til Ingu frænku og Einars á Laugarvatni, í mat til Steinvarar systur ( og barnaskoðun auðvitað!!,- stúlkan er dásamleg...eins og fyrra eintakið ) og síðast en ekki síst fórum við suður með sjó, altsvo í Garðinn, þar sem við hittum systkini mömmu sem búa þar og fórum við saman út að borða og síðan spjölluðu þau systkinin við aðra systur sína sem býr í Kaliforníu í gegnum Webcam,- ég fór nú næstum að grenja á meðan á því stóð. Segi kannski seinna sögu þeirra 14 systkina, en hún er mjög merk og ætti auðvitað að skrásetjast !!!
En ég gerði náttúrulega fleira en að flengjast með mömmu um allar trissur,- dúllaðist með barnabarnið, m.a. í Fjölskyldugarðinum ásamt Þórhildi vinu og syni hennar og Siggu frænku og familíu. Svoldið fyndið að vera með þeim og við allar með lítil börn,- en ég með ömmubarnið en þær sín eigin . Hitti líka auðvitað Kjartan minn og Vrony alveg heilmikið og síðan Lúkas afa og frú, Ritu og co, Sissu og familíu og fór í mega matarboð til Ólínu þar sem þær Hildigunnur og Anna Solla komu líka. Gaman að hitta góða vini.
Svo voru líka útsölur !!
Komin heim semsagt,- gistum eina nótt á Blönduósi hjá tengdó og kipptum Tótu með okkur hingað á Ak. Endurnærð og úthvíld,- FRÁBÆRT
Athugasemdir
Já svona getur lífið verið skrítið en þú ert svo ung amma elskan.
Jóhanna H (IP-tala skráð) 21.7.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.