Góðir gestir

komu hér á fimmtudaginn og buðu henni Kolfreyju með sér í útilegu.  Hún var að sjálfsögðu kampakát með það og gisti í fellihýsi út á Þórssvæði með þeim Ásgeiri Páli og Jóni Braga.  Það þarf ekkert að fara neitt langt til að hafa gaman af ;)  N1-mót og Pollamót draga hingað eiginkonur og mæður í stórum stíl.  Enda sátum við hér fjórar skólastýrur frameftir á fimmtudagskvöldið og sötruðum rautt og kjöftuðum svona smá.  Þetta voru auk mín þær Líneik grunnskólastýra á Fás, Ásta grunnskólastýra á Reyðarfirði og Lísa leikskólastýra á Reyðarfirði, takk fyrir komuna stúlkur !!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka kærlega fyrir mig - þetta rauða var extra gott! 

Drengirnir sofnuðu vært eftir sundið og leikinn við Kolfreyju  - enda eins gott að vera úthvíldir fyrir Húsasmiðjumót á morgun.

Líneik

Líneik Anna (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 23:08

2 identicon

já, hvar varst þú Valdimar tónlistarskólastjóri ?

'eg sjálf (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband