BBBBB

Að alast upp á gríðarlegu x-B heimili hefur haft margvísleg áhrif á mig,- en ekki þó nægjanlega mikil til að xa við B-ið í kosningum,- nema held ég í þeim fyrstu !!  og jú kannski e-hverntímann í sveitarstjórnarkosningum þegar ég hef kosið fólk ...lesist Líneik...en ekki málefni ;) 

En B ið skilaði sér nú aldeilis í því að ég er B manneskja mikil, altsvo þegar kemur að svefnrútínunni.  Við vorum einmitt að ræða þetta við Steinvör systir í dag,- en hún er líka svona B manneskja ( sem kemur sér ansi vel þessa dagana með grátandi barn um nætur ).  Ég veit varla nokkuð betra en að lúra frameftir á morgnanna og göslast lengi,- lengi frameftir á kvöldin.  Þessa dagana er ég búin að snúa sólarhringnum svo gjörsamlega við að það hálfa væri nóg.  Sat til 3:30 í nótt og vann að stundatöflugerð og var alveg spræk ennþá og til í að sitja við lengur en sá að ég þurfti að fara að sofa svona til að hitta börnin mín um morguninn.....eða amk svona um hádegisbil !!!  Er svo að komast í gírinn núna................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff já ég er líka þessi B manneskja. Komst þó að því hjá A manneskjunni henni nöfnu minni í Vín að ég get farið snemma að sofa. Ég vaknaði reyndar ekkert fyrr fyrir vikið. Perner fjölskyldan var venjulega komin á fætur a.m.k. 4 klukkutímum á undan okkur mæðgum

Helga Snæ (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 01:05

2 identicon

Mikið svakalega hefur þú komið vel úthvíld frá Vín

ég sjálf (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 08:53

3 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Fegin er ég að þú ert bara B í dægursveiflunni en ekki í pólitíkinni. En hefurðu prófað að vakna kl. 5 og ryðjast í alls kyns verk og sofna svo ekki seinna en eftir 10 fréttirnar????  Segir hin dæmigerða A kona....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 5.7.2007 kl. 12:34

4 identicon

Guð ég er líka b manneskja á morgnana er mjög erfitt að vakna.. Við vorum vakin 11.30 í morgun.. úff þetta er agalegt að leyfa sér þetta. 

Hafdís Rut (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 02:14

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Mér hefur aldrei dottið í hug að B-sveiflan sé vegna pólitísks uppruna....en það gæti einmitt átt við mig líka. Svo sýnist mér að dóttir mín elsta ætli að verða eins svo við eigum eftir að eiga notalegar kvöld- og næturstundir þegar aðrir sofa....

Það má með sanni segja að hún Nína sé A-manneskja, ég verð nú bara þreytt að lesa bloggið hennar um það sem hún afrekar fyrir hádegi! Kannast reyndar við þetta frá systur hennar sem er sams konar, en ég var sambýliskona hennar um tveggja ára skeið og takturinn var sko ekki sá sami hjá okkur stöllum. En sambúðin gekk samt giska vel....

Sigþrúður Harðardóttir, 6.7.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband