Öfga-feministi ??

Skyldi þetta vera svona öfga-feministi eins og svo mörgum er tíðrætt um ?  Auðvitað er þetta alveg hrikalegt og okkur í vestræna heiminum finnst þetta vera ansi miklar öfgar og ekki passa við það sem við gerum!! En samt sem áður eru ótrúlega margar raddir hér heima sem tala um að þær vilji jú jafnrétti kynjanna en eru samt orðnir dauðleiðir á þessum öfgafeministum !!  Ég hef nú stundum spurt hvað eru öfgafeministar ? og hef fengið ansi fá svör.  Jú, einhverjar konur sem brenndu brjósthaldarana sína...þvílíku öfgarnar, segi ég nú bara. 
mbl.is Kvenréttindakona dæmd til hýðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Eru ekki til öfgar í allar áttir, ég held hérna heima að til að ná jöfnum rétti kynjana, er komin tími að hætta skipta okkur sem konur og karla.  Nema auðvita að þetta snúist um að konur nái fram hefndum og nú sé kominn þeirra tími til að drottna.  Það er svo mikið óréttlæti í heimnum og að mínu mati verðum við að vinna saman til að koma í veg fyrir svona óréttlæti, eins og þarna. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2007 kl. 12:13

2 identicon

Ég er nú einn af þeim sem er mjög fylgjandi Jafnrétti og ég skal segja þér það að ég er nú samt mjög leiður á þessum Feminasismum sem leynast inn á milli Feminista. 

Ég skal taka hérna 2 dæmi. Það sem var nátúrulega alveg útí hött var t.d þegar kvartað var yfir því að fleyrri myndir voru af körlum í morgunblöðunum heldur en konum. Einnig líka þegar hótað var að kæra www.Tilveran.is fyrir að vera með myndir á síðunni sinni sem voru niðrandi gagnvart konum... (Þeir sem ekki muna var Tilveran.is eins og B2.is núna)  En eins og þeir sem skoðuðu síðuna oft þá vita þeir vel að það var jafn mikið af niðrandi myndum af körlum eða jafnvel meira.

Einnig vil ég bæta því við að þegar barist er fyrir Jafnrétti þá verður að hugsa um báðar hliðar málsins. Vil ég taka hérna sem dæmi líðan unglinga í skólum landsins þar sem hlutirnir eru því miður mjög sorglegir. Fjöldi ungra drengja sem líður illa í skólanum hefur vaxið mjög mikið í skólunum og samferða því hefur sjálfsvígum þeirra fjölgað. Ef málið væri öfugt þá get ég lofað ykkur því að það væri búið að gera einhvað í þessu og að umfjöllun um þetta væri mun meiri.

Einnig sést þetta líka bara á fjölda útskriftarnema úr framhaldskólum landsins þar sem stelpur eru að ná miklu forskoti vegna brottfals stráka úr skólunum..

Er þetta eðlileg þróun ?? Mér finnst að fólk ætti að fara aðeins meira að spá í Jafnrétti meðan það horfir á báða hópanna... ekki bara annan þeirra.

Allavega Þetta er það sem mér finnst

Lifi Jafnrétti 

Gunnar (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér Gunnar.  Öfga-feministi er þegar ákveðin hópur telur sínar hugmyndir og skoðanir yfir aðra komna og gengur svo langt að meina aðrar konur geti ekki tekið sínar eigin ákvarðanir eins og t.d. varðandi atvinnuval, fegurðarkeppnir og aðgerðir, hvernig þær lifa sínu lífi. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2007 kl. 12:44

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þetta er nú meiri grátkórinn hjá ykkur Gunnari og Nönnu.  Rosalega vondu femínistarnir sem eru svo frekir að hafa sínar skoðanir og flíka þeim óspart.  Þetta á auðvitað ekki að líðast í siðuðum heimi.  Við ættum frekar að velta okkur öll upp úr drullupolli meðalmennskunnar.  Mótmæla fallega og muna að skilja engan út undan.  Ekki tala illa um klám því það gæti sært tilfinningar klámnotenda.  Ekki tala um muninn á umfjöllun um konur og karla í blöðum því það er svo mikið "út í hött"  Ekki ræða um útlistdýrkun nútímans því það samræmist ekki frjálsum markaði og frjálsu vali.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 3.7.2007 kl. 13:52

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Það eru öfgar þegar fólk treystir ekki neinum nema sjálfu sér til að hafa rétta skoðun og að hafa aðrar skoðanir er réttlæting á að kalla fólk ónefnum.  Dæmi um öfgafeminisma er þegar þið fullyrðið að klám sé ofbeldi gangvart þeim sem þar taka þátt og enginn geri það sjálfviljugur.

Og sérstaklega að þið vitið betur en fólkið sjálft hvað því er fyrir bestu.

Þegar einhver er farinn að vita betur en aðrir hvað fólki er fyrir bestu, og vill banna fólki að velja sína leið þá er hinn sami orðinn öfagamaðu.

Ég get bent fólki á að leiðin sem það er að velja sé sennilega röng en ég get ekki bennað því að velja hana þegar það vill velja hana sjálfviljugt.  Oft hefur verið talað um að gera kaup á vændi ólögleg (og þá ætti salan að vera það líka) en ef þessi "viðskipti" eru án ofbeldis og með beggja samþykki og hvorugum finns hann verða fyrir skaða, er það þá nokkuð okkar að dæma?  Verður fólk ekki að hafa smá val í sínu lífi án þess að ég sé að mæla með vændi.

Einar Þór Strand, 3.7.2007 kl. 14:33

6 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Hmmm,- veit nú ekki betur en að oftast þegar fólk almennt hefur skoðanir á ákveðnum málum þá setji það þær fram,- á sinn hátt og er svona almennt ekkert að segja að sínar skoðanir séu betri en annara,- eða réttari,- þó viðkomandi finnist það sjálfsagt, enda væri skoðunin þá ekki skoðun þess ( í hring eða hvað??).  Ég get því engan vegið tekið undir það að öfgafeminismi sé sú manneskja sem segir að klám sé ofbeldi gagnvart þeim sem þar taka þátt,- þetta er jú bæði skoðun og samkvæmt minni bestu vissu niðurstöður ótal kannana á klámi og ofbeldi.  Það má líka alveg velta fyrir sér hugmyndinni um sjálfviljugt val !! og ég ætla svo sem ekkert að segja meira en "hversu sjálfviljugt er valið,- ef viðkomandi hefur t.d. verið misnotuð í æsku og kynferðismörk rammskekkt " er það sjálfviljugt val? 

Og þetta með fjölda mynda,- kommon,- það er náttúrulega augljóst að fyrirmyndir hafa áhrif !!  þannig að víst skiptir það máli............það er a.m.k. mín skoðun.

Ég get heldur ekki séð samhengið á milli öfgafeminisma að drengjum líði illa í skólum,- ég er ekki að gera lítið úr því að drengjum líði illa,- en kommon aftur,- hvaða áhrif hafa feministar haft á það ?  Fer drengjum að líða verr,- þegar stúlkum líður betur??  ( þeir hafa nú oftast fengið að vera í skóla, sem stúlkur fengu n.b. lengi vel ekki).  Er þetta allt e-hvað jing og jang eða hvað ?  Get ekki séð að það sé við feminista að sakast, kannski frekar karlmennina að gera ekki e-hvað í því ?? 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 3.7.2007 kl. 21:07

7 identicon

Ég held að það eigi við alla fjölmiðla að kvennfólk sé þar í minnihluta þegar kemur að viðmælendum. Það var kennari við Háskólann á Akureyri, sem gerði rannsókn á því hvernig kynin koma út í auglýsingum. Í öllum tilvikum var verið að höfða til kvennleikans (sex, létt klædd, vissar stellingar) útlit konunar en karlarnir voru alltaf mjög virðulegir (í jakkafötum með skjalatösku o.s.fr.). Mér er spurn af hverju gera karlmenn ekki eitthvað í því ef staða þeirra fer svona hallandi hér á landi, eins og má lesa hér að ofan. Ég er sammála þér Helga, að ástæðan fyrir vanlíðan drengja í skólum sé ekki vegna þess að stúlkum líður betur. Já vissulega er það rétt að meiri hluti þeirra sem útskrifast úr framhaldsk. og háskólum landsins eru konur. En hvernig stendur þá á því að þær eru lítið í stjórnunarstöðum og á Alþingi Islands?  Mér finnst að karlmenn ættu að líta sér svolítið nær. T.d. hvers vegna eru svona fáir karlmenn sem starfa á leikskólum landsins? Eins og Helga sagði, fyrirmyndin skiptir öllu máli. Ég held að stelpur, konur sem leiðast út í vændi hafi ekki alltaf haft góða fyrirmyndir eða hafa verið misnotaðar. 

Ásta Eggertsd (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 16:32

8 identicon

Ómaegod, Ég vona ad tú hafir ekki misskilid mitt blogg

En ad sjálfsögdu eru til öfgar í allar áttir, hvort taer er ad finna innan femenista félags Íslands er aftur álitamál.

 Málid er hinnsvegar tad ad til tess ad ná einhverjum árangri tarf rótaekar adgerdir, jefnvel rótaekari en brjóstarhaldarabrennur! Og kannski tarf pínu öfgar til ad ýta okkur inná rétta braut.

Tad er alls ekki markmid femenista ad gera konur eitthvad aedri karlmönnum, láta strákum lída illa eda ná fram hefndum á nenn hátt. Ég trú tví ad minnsta kosti ekki, tad er bara mistúlkun á málstadnum.

Mér finnst rosalega leidilegt tegar madur talar um misréttir tarsem hallar á konur ad tá sé bara bennt á ad konur komi betur útúr skólakerfinu - ok jafntefli, látum bara tar vid sitja.
Hvernig vaeri ad jafna hlutina úr bádum áttum gera skólkerfid adgengilegra fyrir tess stráka sem lídur svona illa um leid og vid reynum ad taka á öllum, öllum málunum tarsem hallar á konur.

Ásta Hlín (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 22:19

9 identicon

Elsku Ásta Hlín, var sko ekki að misskilja þitt blogg!!  Man enn hvað ég var stolt af þér þegar þú í fyrra lýstir því yfir að þú værir feministi  Tísti samt svoldið þegar ég las í kommentum við bloggið þitt,- um hina margumræddu "öfgafeminista" og það kveikti "auðvitað" svoldið í mér,- þ.e. að fjalla um og velta upp þessum umræddu öfgafeministum..............brennum brjóstahaldara stelpur  

ég sjálf (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband