Góðri helgi að ljúka...
2.7.2007 | 02:13
og ég er enn vakandi!! Við Kolfreyja sem héldum að við yrðum einar í kotinu um helgina fengum þessa líka fínu næturgesti. Þau Hildigunnur og Helgi vinir okkar frá Hafnarfirði komu í gær og eru enn. Við grilluðum þennan líka fína kjúlla í gær og grænmeti auðvitað !! Kíktum síðan út á lífið með Höllu vinkonu og skemmtun okkur konunglega. Í dag var svona Gilmore-girls dagur, þ.e. mæðgnadagur,- og við Kolfreyja fórum í húsdýragarðinn að Krossum og á tónleika á Strikinu og síðan á kaffihús !! og fengum okkur að lokum Pengs að borða. Ótrúlega næs. Skeiðuðum síðan á flugvöllinn að heimta drenginn heim frá Vestmannaeyjum. En mæ ó mæ,- e-hver bilun varð í vélinni sem piltarnir fóru í frá Eyjum og var henni því lent í R-vík. Þar var farið í nýja vél og haldið norður,- á miðri leið var þeirri vél snúið við vegna þoku á Akureyri. Ég glápti nú og góndi og sá enga þoku,- svoldið lágskýjað en fyrir Austfirðing telst þetta nú alls ekki þoka,- skyggni bara alveg þokkalegt. Aftur lentu piltarnir í höfuðhreppnum og biðu í þeirri skemmtilegu flugstöð nokkra stund. Um miðnætti fóru þeir enn einu sinni út í vél og nú var stefnan tekin á Sauðárkrók,- þar lentu þeir og síðast þegar ég frétti voru þeir komnir með rútu að Varmahlíð. Og ég er hér enn og vaki og bíð eftir elsku drengnum mínum
ætli hann komi ekki svona um þrjúleytið !!
Athugasemdir
Flugfélag Íslands og veðrið eru sérkennileg blanda oft á tíðum Húsið heitir Mánaborg, við settum glugga í skjólvegginn á pallinum og þar er nafnið sandblásið, ekkert típískt tréskilti hér k.kv.Anna í Mánaborg
Anna Ólafs. (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 08:49
Heldur betur ævintýraferð hjá prinsinum. Er það hún Hildigunnur bekkjarsystir sem þú ert að tala um? Skilaðu góðri kveðju til hennar ef svo er. Hafðu það svo bara ljúft áfram. kv. Tóta.
Tóta (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:38
Þetta kryddar bara ferðalagið hjá honum ennfrekar.
Sigga. (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.