Merkilegt hvað...
28.6.2007 | 09:38
..þessi blessaði tími líður hratt. Júlí alveg að fara að bresta á og júní varla byrjaður !! Allt sem ég ætlaði að afreka í sumar er enn ógert!! engin fjallganga, vetrarfötin/vettlingar/húfur og ullarsokkar og meira að segja skíðagleraugun enn í forstofuhillunum og sólarvörnin grafin inn í geymslu. Þetta átti að verða orðið öfugt strax í byrjun sumars. Reyndar hafði ég gengið frá nokkrum vetrarúlpum inn í geymslu en þurfti um daginnn að grafa þangað inn eftir þeim þar sem það var sk...kuldi!! En bráðlega verður bót á, ég lofa !! Fer í sumarfrí e. rúma viku og þá verður nú tekið á skápunum.......
Athugasemdir
Ég mæli með afslöppum og rauðvíni til að byrja með
Örvar (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 17:41
Ekki hlusta á Örvar.
Nú á að ganga á Hólmatind á laugardaginn og er ég að hugsa um að reyna að druslast þangað. Gummi Kobba verður fararstjóri svo ég á vona á hlaupi á tindinn en kannski gefur hann okkur bara hlaup :-)
Jóhanna H (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:05
Sami gírinn hérna fyrir vestan, allt átti að vera svo tilbúið en ekkert byrjað og ég hef engan tíma til að gera neitt í sumarfríinu því ég verð bara eiginlega ekkert heima :-). En Örvar má það ekki alveg eins vera hvítvín :-). Kveðja frá Ísó.
Tóta (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.