Framkvæmdagleði !!!
2.6.2009 | 18:21
Það er nú aldeilis búin að vera framkvæmdagleði hér á heimilinu undanfarið. Bóndinn í frítúr og blessuð blíða úti þannig að hann hefur ekki setið auðum höndum. Búnn að brjóta nyðri þakkantinn og steypa hann upp aftur,- steypa vegg innan við hús og setja möl í innkeyrsluna,- réttara sagt gera nýja innkeyrslu og þá bílastæði fyrir tvo bíla ( svona passlega fyrir viðbótarskattlagningu á bensíni), eitt stykki risaösp sem var við það að leggjast á húsið okkar farin, trambolinið komið með endanlegan stað í garðshorninu með ýmsu dúlli í kring og hellur komnar sunnan við hús og tröppur niður að þeim frá hinu nýja bílastæði. Á þessu hellusvæði var líka útbúið eldstæði þannig að þarna á ég eftir að eyða dögum löngum í sólbaði og kveldum löngum í tjilli með þeim sem mig sækja heim. Stefnum síðan að því að mála húsið í næsta frítúr, hugsum um lit þar til. Bogi setti líka krana utaná húsið svo hægt sé að vökva blómin án vesens ( og fá vatn í steypuna)....þegar Lúkas sá það var honum öllum lokið " Hvernig er það með hann pabba, getur hann allt?"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)