Ef ég treysti einhverjum....

....þá treysti ég Steingrími.  Tek þó skýrt fram að hann hlaut ekki atkvæði mitt í kosningunum ( en hefði samt ekkert skammast mín þó ég hefði gert það,- fannst bara annar kostur betri).  En honum treysti ég manna og kvenna best til að leiða þennan samning til lykta.  Ísland verður að standa við skuldbindingar sínar hvort sem okkur líkar betur eða verr og það er morgunljóst að Steingrímur lúffar ekki fyrir neinum eða neinu og nær fram eins hagstæðum samningi og við mögulega gætum fengið.  Guði sé lof að þeir aðilar sem komu okkur í þennan ískalda klaka eru ekki við stjórnvölinn núna,- eða samflokksfólk þeirra.
mbl.is Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband