Stelpuhelgi....

Framundan er stelpuhelgi á heimilinu.  Það kemur nú reyndar til af því að Lúkas Björn fór til Eyja í handboltakeppni og Bogi Theodor er hetja hafsins þessa dagana sem oft áður.  Við Kolfreyja finnum okkur eflaust e-hvað til að dunda við t.d. að skipta út vetrarfötum úr skápum í sumarföt,- pakka niður skíðafötum en upp með gönguföt ( og skreppum kannske bæði á skíði og í göngu).  Kolfreyja ætlar að skokka eins og eitt 1.maíhlaup,- við ætlum að hlutsta á kór Lundarskóla á laugardaginn og kíkja á söfn og síðan er daman að syngja Mamma Mia í kirkjunni á sunnudaginn. 

Bloggfærslur 1. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband