Eitt ár

Í dag er eitt ár síðan hún mamma mín dó.  Mér finnst þessi tími hafa liðið hratt og líka hægt.  Enn er ég svona að átta mig á því að eiga hvorki föður né móður á lífi.  Það var öðruvísi að missa mömmu en pabba, aðallega held ég þó að vegna þess að þegar pabbi dó þá höfðum við mömmu.  En eftir að hún dó þá var engin fyrri kynslóð að halla sér að.  Nú erum við bara fullorðna fólkið.  Ég verð samt ævarandi þakklát að hafa átt þau pabba og mömmu í 35 og 43 ár.  Betri foreldra hefði ég ekki getað hugsað mér.

Bloggfærslur 8. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband