Sjálfstæðu ríki?
13.4.2009 | 17:57
![]() |
Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
páskahátíðin
13.4.2009 | 12:42
Búin að eiga yndislega hátíð hér í Löngumýrinni. Skelltum okkur á skíði á skírdag í glampandi sól og blíðu, fékk fullt af freknum.Um kveldið blésum við úr eggjum og máluðum, hengdum allt á páskagreinarnar okkar. Virkilega gaman að horfa á egg sem börnin mín hafa málað og öll hin gömlu sem ég og Steinvör máluðum i okkar barnæsku. Hinn langa föstudag var tekið á þrifum og bakað og bakað og síðan fór ég á himneska tónleika í Akureyrarkirkju nálægt miðnætti. Um nóttina komu gestir að sunnan,- Kjartan Þór, Vrony og Þórhildur Lotta mættu á svæðið en Patrekur Jóhann var kominn áður til ömmu. Þarna var ég því með alla afkomendur í húsi + tveir hundar+tveir hamstrar og fjórir fiskar. Við Kolfreyja fórum síðan í veislu í Ketilhúsinu hjá Önnu Richards og sáum frábæra sýningu þar sem Anna dansaði af hjartans list eins og henni einni er lagið. Við skeiðuðum síðan öll inn í höll og horfðum á Evu hans Kjartans hennar Guðnýjar keppa í fitness. Páskadaginn sjálfan var bara dingl og dangl. Farið niður í fjöru og síðan inn í Kjarnaskóg. Páskaegg etin af mikilli græðgi ;) Um kveldið mokuðu börnin trampolinið upp úr skafli og hafa hoppað síðan. Láta ekki á sig fá þó snjókorn falli af himnum ofan..........halda bara að vorið sé komið ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)