10 bækur....

segi og skrifa 10 bækur og þrjú blöð á og við náttborðið mitt ( við= á gólfinu).  Blöskraði svoldið í dag þegar ég var aðeins að snyrta til í svefnstað mínum.  Ætlaði að ganga frá nokkrum af þessum bókum,- en þær eru allar mislangt lesnar og allar ( næstum) langar mig að klára.  Ætli þetta segi nokkuð meira en annað um minn margklofna persónuleikaBlush.  Gat þó gengið frá tveimur blöðum, en það voru Andrésblöð eftir son minn eða dóttur. 

Bækurnar sem eru í þessum bunka ( um...) eru:

Leyfðu mér að segja þér sögu, eftir Jorge Bucay (mjög skemmtileg bók sem gott er að glugga í af og til- svona hálfpartinn sjálfshjálparbók en samt ekki)

Making your mind up, eftir Jill Mansell ( ekta chick- lit sem gaman er að lesa)

Auðnin, eftir Yrsu ( Þóra lögfræðingur stendur alltaf fyrir sínu) 

Rán, eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttir ( les einn og einn kafla,- ekkert of spennt en verð samt að ljúka henni)

Kular af degi, eftir Kristínu Marju ( er að rifja þessa um geðveiku kennslukonuna)

Hálf gul sól, eftir Ngozi Adichie ( alveg mega góð og skemmtileg aflestrar þó hún fjalli t.d. um hungursneyðina í Biafra.......hvað bernska mín var mjög meðvituð um.....ekki henda mat, hugsaðu um börnin í Biafra)

Ég vildi óska að einhvers staðar biði einhver eftir mér, eftir Önnu Gavalda ( fínar franskar smásögur, les svona eina og eina)

Ljóð úr austri ( nauðsynlegt að hafa eina ljóðabók svona til að lesa eitt fyrir svefninn-svefnleysið)

Opinská ævisaga gleðikonu í London e. Belle de Jour ( o.k. viðurkenni að þessari er ég e-lega búin að gefast upp á.......og vitið til að það gerist mjög sjaldan að ég ljúki ekki bókum, síðast var það væmnivellan eftir Jón Kalman sjáið til) 

Kæri Gabríel, eftir Halfdan W.Freihow ( yndisleg bók sem er í raun bréf föður til einhverfs og adhd sonar síns.  Allt litróf tilfinninganna og ég get auðveldlega lifað mig inn í hana og samsamað mig á stundum)

Blaðið sem fékk að vera er auðvitað Educational Leadership ( en ég held að það sé alltaf amk.eitt eintak á náttborðinu hjá mér,- stuttar, aðgengilegar og stórgóðar greinar um skólamál) Þetta tölublað hefur undirtitilinn The positive classroom ( segir allt sem segja þarf) 

 

Nú þarf ég eiginlega að fá svona bókaspá.....en ekki bolla eða spilalestur !!  Hvurnig karakter er ég miðað við lesefni mitt ?


Bloggfærslur 8. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband