Frábær helgi....

...að renna sitt skeið á enda. Vinir okkar þau Eva og Kári komu með tvillingana sína frá Blönduósi og dvöldu hér alla helgina. Á föstudagskveldið eldaði Bogi hinn frábæra kjúklingarétt Ragnars Reykhásar og við kjöftuðum frameftir. Dingluðum okkur svo dásamlega í bænum í gærdag og í gærkveldi gerði Eva pizzur og bakaðiómótstæðilega súkkulaðiköku. Elska svona gesti sem bjóða okkur í mat ;) . Krakkarnir okkar ná líka svo vel saman,- en tvillingarnir eru að verða 10 ára og stelpurnar er fínar saman ( enda Sólir báðar tvær) og strákarnir líka góðir vinir. Við fórum síðan á tónleika með stórsveitinni Baggalút í gærkveldi og það var bara gaman....og gaman....


Bloggfærslur 15. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband