Ljúft

Mikið er gott að eiga smá frí inni og geta tekið það þegar sólin skín, hár bærist ekki á höfði, engir fundir skipulagðir og opið í Hlíðarfjalli.  Geystist heim í hádeginu,- skutlaði mér í skíðagallann og beint í fjallið. Náði síðustu sólargeislunum,- fékk örugglega tvær freknur.  Mjög gott færi og nú er ég komin heim ( já er semsagt ekki að blogga í lyftunni ) og þá er að þrífa,- kaupa í matinn og elda e-hvað gómsætt !! 

Lífið getur verið ljúft ;)


pæling

Hér hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í samfellt 18 ár.  Og sjá árangurinn......auðmannastétt orðin til ( og allar konurnar þeirra eiga húsin þeirra núna ) en allt fellur á almenning þegar þeir spiluðu rassinn úr buxunum.  Velferðarkerfið að verða ein rjúkandi rúst,- vextir í svimandi hæðum,- og atvinnuleysi hefur aukist um 30% síðasta mánuð.  Þetta er ekki vænlegt bú sem Jóhanna og vinstri stjórnin tekur við.  En ef e-hver getur bjargað e-hverju fyrir almenning ( mér er alveg slétt sama um auðmennina) þá er það frú Jóhanna !!

Bloggfærslur 30. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband