Mínar kæru aspir

Í garðinum mínum eru nokkrar myndarlegar aspir.  Hafa væntanlega verið hér í 50 ár.  Í gærkveldi horfði ég á þær sveigjast tignarlega í góðri golu.  Í morgun voru greinar um allan garð og ein öspin ansi illa farin.  Ég er því búin að eyða úlfatímanum í að tína saman greinar í garðinum og gera hinn myndarlegasta köst.  Hugsa að ég kveiki nú samt ekkert í.  En það er deginum ljósara að öspin við hlið hússins verður að fara,- annars brýtur hún þakið í næstu norðanátt. 

Þá er bara að taka upp sögina.......

 


Bloggfærslur 17. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband