Hr. Sigurbjörn Einarsson...
28.8.2008 | 18:25
...var í mínum huga alltaf Biskupinn. Þó aðrir biskupar kæmu og færu, þá var hann Biskupinn. Ljúfur og góður maður. Kynntist honum lítil stúlka á Kolfreyjustað og heillaðist gjörsamlega af manninum. Ég er ekki viss um hve gömul ég var þegar ég náði mér í skæri og klippti kollvik upp í hárið á mér,- allt til að líkjast Biskupnum ;) Hann og frú Magnea voru góðir vinir mömmu og pabba og því hitti ég þau oft, sérstaklega á yngri árum. Við yngra hollið vorum einmitt að rifja upp um daginn hvað hr. Sigurbjörn var barngóður og mikill dýravinur. Síklappandi kisunum og Sámi og fór í langa göngutúra upp í fjall heima með Sám. Síðast sá ég hann í jarðarförinni hennar mömmu í vor. Sprækur, ljúfur og indæll. Blessuð sé minning hans.
Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)