Algjör sveppur

Í góðviðrinu í dag ( 17 stiga hiti ;) fórum við fjölskyldan í sveppaleiðangur.  Boga hefur lengi langað að þekkja sveppi og ætlaði alltaf þegar við bjuggum fyrir austan að fara á sveppatínslunámskeið, en aldrei varð neitt úr þvi ( svona eins og gengur ).  Við glugguðum á netið og vorum nokkuð viss um að þekkja Lerkisveppi þannig að inn í Kjarnaskóg var skeiðað og fullt af Lerkisveppum tíndir í skókassa og léreftspoka.  Nú stendur Bogi við eldavélina og steikir sveppi.  Síðan á hann bara eftir að skreppa og sækja hreindýrið sitt og þá verður nú veisla ;)

suillus_grevillei


Myndir

Var að setja inn myndir í albúmið "Sumarið 2008".  Kerfið að stríða mér og gekk hægt,- setti því inn miklu færri myndir en til stóð en vonandi gengur betur á morgun.  Þær myndir sem eru komnar eru auðvitað af barnabörnunum Patreki Jóhanni og Þórhildi Lottu....og síðan rest af familíunni. 

Lotta og Lúkas

 

 

Patrekur Lala og Kolfreyja snúður

 

 

 

Stoltur föðurbróðir með Lottu litlu ;)

 

og montin Kolfreyja með Patrik sinn


Bloggfærslur 17. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband