Púff !!!

Frábær dagur.  Gjörsamlega.  Fótbolti,- fótbolti.  Eftir marga tapleiki í gær og svekkelsi hjá syni mínum þá unnu þeir KR ( ertu ekki örugglega að lesa þetta JÓHANN uppáhaldsmágur...) 6-3 og Lúkas átti 2 mörk.  Gleðin í fyrirrúmi. 

Lúkas sagði mér frá Þórði sem er í liði með honum og á mömmu í R-vík. Þegar leið á spjallið áttaði ég mig á því að umrædd móðir væri engin önnur en hún Kristín ( Stína)  í Miðgarði æskuvinkona mín.  Lítið Ísland a tarna. 

Stóð hádegisvaktina í KA-heimilinu í dag, eins og í gær, og skammtaði hressum 5.fl. drengum mat. 

Vinna í smátíma,- gera samninga við nýja kennara og minni á að mig vantar DÖNSKUKENNARA næsta skólaár.  Þið sem lesið þetta,- endilega sækja um ( verst að Sigga er ekki komin með dönskureynsluna enn og ekki búin með b.ed. námið ).  Loka tölvunni og volla.....SUMARFRÍ. 

Góðir vinir í kveldmat,- steiktur saltfiskur á spænska vísu,- hrikalega góður.....gott rauðvín með. Bláber, súkkulaðirúsínur og ís í eftirrétt ( Ólína á heiðurinn af þessum eftirrétti). Nammi, nammmmmmmm.

 


Bloggfærslur 4. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband