Komin heim ;)

Eftir tæplega 3ja vikna "útilegu" er ég komin heim í Löngumýrina.  Mikið var gott að detta inn um dyrnar í kveld ( lesist nótt ;) með erfiðsmunum við að ýta blaða og póstbunkanum frá.  Ég var í 2ja vikna dásamlegu fríi í Kríuás í Hafnarfirðinum, sól og blíða svotil hvern dag,- heitur pottur og alles.  Lukkan yfir mér og mínum að Steinvör systir fór í frí til Þýskalands/Austurríkis og ég fékk húsið hennar á meðan.  Heimsótti böns af vinum og vandafólki,- át á mig gat ( aftur og aftur, eins og fram hefur komið), snúllaðist við barnabörnin og börnin.  Frílistaði mig í  Heiðmörk, við Vífilsstaðavatn o.fl.o.fl.  Síðan á mánudag hef ég verið ásamt systkinum mínum í Hveragerði að ganga frá í húsi m+p.  Það er ekki beint frí, þó það sé frí frá vinnu.  En ekki svona slakandi frí.  Vorum að daginn langan ( og kveldin löng) því af nógu var að taka.  Og ekki búin enn..........

Keyrði heim í kveld,- hirti upp litlu börnin mín á Blönduósi ( þar sem þau hafa lifað í vellystingum hjá ömmu og afa síðan á sunnudag) og heim....heim...heim.  Sama hvað mig langar á hina yndislegu frönsku daga þá hef ég ekki orku í það þetta árið.  Hvíld og sólbað um helgina ( og ganga frá úr kössum, þrífa hús, slá garð, taka upp úr töskum, þvo þvott.....og...og..og).

Njótið helgarinnar


Bloggfærslur 25. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband