Sérstakt !!

Það er óneitanlega töluvert sérstakt að fara í gegnum dótið hja m+p, en við systkinin erum í því þessa dagana.  Tökum okkur góðan tíma enda eiga þau það skilið elsku mamma og pabbi að við berum virðingu fyrir dótinu þeirrra.  Ótrúlegt en satt,- þá erum við búin að skipta bókunum upp.....og mesti fjársjóðurinn er auðvitað bækurnar sem pabbi batt inn sjálfur á sínum tíma.  Á milli gamalla jólakorta leynast líka kort og bréf frá okkur börnunum til þeirra í gegnum tíðina,- og kort og bréf frá þeim til okkar.  Er t.d. komin með kort sem pabbi sendi mér þegar ég var í sumarbúðunum á Eiðum 10 ára og hann staddur í Ammeríkunni. 

Allt fullt af minningum, tárum, sorg og trega.........en líka gleði og ánægju yfir góðri bernsku og hamingjusömu lífi mömmu og pabba. 


Bloggfærslur 23. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband