30. júní.....

...og ég er frosin inn að beini eftir útivist helgarinnar.  Kolfreyja Sól keppti á Landsbankamótinu á Sauðárkrók og auðvitað fer kona og hvetur stúlkuna sína, þrátt fyrir gráma í fjöllum, snjó á Öxnadalsheiði og rok....og rok....og enn meira rok á Sauðárkrók.  Stóð krókloppin á línunni,- reyndi að garga mér til hita,- þéttinnpökkuð í þrennar flíspeysur, vindgalla, lopavettlinga og húfu.  Betur klædd en í Hlíðarfjalli í vetur ;)  Herre Gud,- takk fyrir að gista á Blönduósi en ekki noprast í tjaldi í þessum kulda. Fór Þverárfjall sex sinnum en sá engan ísbjörn.....ferlega fúlt ;)

Mótið var frábært,- stúlkurnar skemmtu sér drottningarlega og að fylgjast með 7.flokk slær allar meistarakeppnir út ;)  .  Keppendur fara um völlinn eins og amöbur,- þetta er svona flokkafótbolti nokkurskonar.  Síðan fara sumir kannske í parís,- ja, eða að spjalla við foreldra sína og svo er heldur ekkert svo nauið hvort það eru 6 eða 11 í hvoru liði.  Dómarinn missir sig stundum úr hlátri og allir hafa stórgaman af.  En líka alveg ótrúlega flott að sjá seigluna hjá þessum 6-8 ára stelpum sem efldust við hvern leik,- og flokkafótboltinn var smá saman að breytast í sendingar og svoleiðis e-hvað sem ég hef ekki hundsvit á.  Sama hvernig leikar fóru eða hversu mikið vindurinn blés,- alltaf hamingjusvipur á stúlkunum og gleðin allsráðandi. 

Lá í heitu baði hjá tengdó í 2 klt í gærkveldi,- fór til vinkonu minnar og fékk kaffi með yljara út í.....er samt enn hálfkalt !!!

Verð að ná í mig hita fyrir fótboltamótið hjá 5. flokk hér á Akureyri í vikunni.


Bloggfærslur 30. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband