Jón eða séra Jón

Ótrúlega fyndin flugfreyjan í flugvélinni R-Ak í morgun.  Þannig var mál með vexti að mér áskotnaðist listaverk sem er mér afar kært ( frá mömmu og pabba,- svona tilfinningakært).  Þegar ég flaug suður á sunnudaginn þá sá ég "pólitíska" persónu í fluginu með risapakka, flatan og greinilega viðkvæman og flugfreyjan þar geymdi hann eins og gullið sitt og afhenti pólitíkusnum með bros á vor ( og gott ef ekki kossi) þegar hann yfirgaf flugvélina.  Þar sem ég var flögrandi norður í morgun þá pakkaði ég myndinni minni vel og vendilega inn og skeiðaði með hana í flugvélina ( ekki var gerð nein athugasemd við innritunina en pakkinn sást greinilega hjá mér þar).  Mæ, ó mæ.  Þessi flugfreyja hafði greinilega ekki farið réttu megin framúr....fýlusvipurinn þvílíkur og óliðlegheitin þegar ég spurði hana hvort pakkinn mætti standa þarna hjá henni,-ó nei,- fyrst skyldi ég reyna að setja pakkann í hólfin fyrir ofan sætin og ef það gengi ekki troða honum þá undir sætin.   Hvorugt gekk og reyndar var sætið "mitt" upptekið.  Ég beið og beið og þegar allir voru komnir inn þá sagði ég flugfreyjunni að þetta gengi bara ekki og þar að auki væri sætið mitt upptekið.  Hún tók pakkann minn, enn með fýlusvip,- leysti úr sætismálum með ekkert bros á vör og síðan var flogið.  Allt í góðu með það, fínt flug alveg ;)   En þegar við komum norður þá bað ég hana um pakkann minn,- sem stóð bara á bak við hana, nei,-hann kemur bara á bandið sagði hún.  Ég sagði henni sem var, að þetta væri persónulegt verðmæti fyrir mig,- þá rétti hún mér pakkann en sagði að þetta mætti sko alls ekki ( afhverju hafði hún ekki nefnt það fyrr,- eða hlaðfreyrinn), þá sagði ég henni frá pólítíkusnum á sunnudaginn.  Ja sagði flugfreyjan,- það er bara ekki það sama séra Jón eða Jón.   Mér finnst að Flugleiðir ættu að auglýsa þessa einkaþjónustu sem er ekki allra

 !! sérþjónusta fyrir séra Jón !!


Bloggfærslur 3. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband