Bergen
14.6.2008 | 22:12
Eins og glöggir lesendur blogg míns hafa væntanlega uppgvötað þá var ég í tjilli, púli og tómri gleði í Bergen. Set inn myndir síðar, en mæ ó mæ hvað það var gaman á þessu útiskólanámskeiði sem ég fór á. Púl getur nefnilega alveg verið tjill og gleði. Stærstum hluta vikunnar eyddi ég á litlum hólma á norsku vatni, byggði mér gaphaug,- og svaf í honum, lagði net og veiddi fisk, týndi kuðunga og söl og eldaði síðan öll herlegheitin. Vesenaðist með hnífa og kaðla milli trjáa og réri á kanó,- og réri á kanó,- og réri á kanó. Þetta var svo sannarlega survivor: Bergen ;) Nánar um þetta síðar og myndir koma næsta rigningardag.
Gott að koma heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)