Lúkas Björn 11 ára

Mér finnst svo sem ekki að það hafi gerst í gær að ég eignaðist hann Lúkas minn Björn,- enda eru 11 ár í dag síðan hann fæddist.  Hann var og er algjört óskabarn.  Við hjónin vorum lengi, lengi búin að reyna að fjölga okkur en ekkert gekk.  Jónas Franklín læknir gerði síðan eggjaleiðaraaðgerð á mér en ári seinna var ekkert farið að gerast ;(  Þá sagði vinkona mín mér að ég ætti að segja á hverjum degi, margoft, að ég væri ófrísk !!  og ég eins og klikkhaus gerði það....tautaði þetta við sjálfa mig aftur og aftur, upphátt og í hljóði.  Og viti konur,- og menn,- ég var ófrísk, (ætlaði náttúrlega ekki að trúa því og gerði amk. þrjú óléttupróf).  Bogi var í Smugunni á þorskveiðum og það var bara hægt að tala við hann í gegnum talstöð.  Til að flytja honum tíðindin varð ég því að tala undir rós.  Við vorum búin að tala saman um nöfn á tilvonandi börn og ákveðin í Lúkas og Kolfreyja.  Ekki gat ég sagt Boga að Lúkas væri á leiðinni því þá hefði hann haldið að Lúkas afi væri að koma heim frá Afríku.  Þannig að ég sagði að Kolfreyja væri á leiðinni...........það kom löng þögn í símann og síðan sagði maðurinn minn....ég er svo glaður.... ( þetta eru sko mestu tilfinningaviðbrögð sem ég hef heyrt frá honum !!).  Og enn erum við glöð,- óendanlega glöð að eiga þennan yndislega gutta. Í gær voru mættir hér 14 jafnaldarar hans og þvílíka fjörið, pizzurnar spændust upp og kökurnar líka og trambolínið var vel notað.

Lúkas Björn


Bloggfærslur 4. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband