Letin...

...er alveg að fara með mig akkúrat þessa stundina.  Þess vegna hangi ég hér við tölvuna ;)  Helgin búin að vera stórfín,- góðir gestir að austan á laugardagskveldið, fermingarveisla á hvítasunnudag og þar sem ég er þvílíka B-manneskjan ( eins og áður hefur komið fram) þá sat ég við stundatöflugerð til kl 4 í nótt ( eða fram í morgunsárið) og kláraði unglingastigið, hipp,hipp húrra !!.  Heimilið er í þokkalegri rúst og sól og hiti úti og núna nenni ég engu,- klæjar þó í puttana að halda áfram með töfluna,- en common,- ég á að vera í fríi og sinna heimilinu, ekki satt !!!

Sjáum til.............

WonderingGirl


Bloggfærslur 12. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband