Takk
16.4.2008 | 22:25
Takk, takk enn og aftur kæru vinir fyrir góðar kveðjur og hug !! Já Helga Snædal...þetta er ??? með hana Kolfreyju, hvað hún er að flækjast þarna í fortíðinni. Í gærkveldi sátum við Steinvör systir og skrifuðum þessa fínu minningargrein um hana mömmu fyrir okkur yngra hollið. Þegar við fórum að senda greinina inn þá var hún auðvitað of löng og við eyddum löngum tíma í að stytta hana. Það var nú ótrúlega erfitt því við vildum koma svo mörgu að,- æsku hennar, Vífilstaðaárin, æsku okkar með henni á Kolfreyjustað, Andey og síðan Hveragerði...náðum greininni loksins niður fyrir 3000 slög,- varla nokkur punktur né kommur ;) Birti hér seinna fulla lengd á greininni !!! Í dag var síðan kistulagning hjá elsku mömmu. Yndisleg athöfn ( þið verðið að fyrirgefa ef ég hljóma væmin,- en svona er það bara þessa dagana )og ljúft og gott að vera í Garðakirkju. Presturinn bara frábær,- séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Guðfeðurnir sáu um yngri börnin okkar á meðan kistulagningin fór fram og síðan fórum við í pizzur til þeirra. Mér skilst að Kolfreyja Sól hafi hafi haldið þeim uppi með gríðar skemmtun...... Komið að kveldi, komin á Selfoss til Kjartans míns og fjölskyldu. Jarðarförin á morgun. Góðar stundir |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)