Líf og fjör
12.4.2008 | 13:03
Það er sko líf og fjör í Löngumýrinni núna. Bestu vinir hennar Kolfreyju er í helgarheimsókn. Komnir langa leið að austan tvíburarnir Jón Bragi og Ásgeir Páll. Þau hafa verið bestu vinir síðan við fluttum á Fásk. í janúar 2003. Þau þá 3ja ára. Það vantar bara hana Mist vinkonu þeirra og þá væru hin fjögur fræknu fullkomin, gerist bara næst. Auðvitað byrjuðu grísirnir á búningaleik, þau fara alltaf í gamla og góða leiki þegar þau hittast. Strákarnir komnir í kjóla og settu á sig ilmvatn, síðan var farið í ýmsa aðra búninga. Sofnuðu sæl og glöð í stóru rúmi í gærkveldi. Í morgun er síðan búið að vera í Petsupleik og nú er verið að teikna, og teikna. Sundferð framundan og pizzagerð í kveld ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)