heim...
10.4.2008 | 19:52
Komin heim. Flugið fínt. Líðan ágæt !!
Takk fyrir allar kveðjurnar kæru vinur og vinir !!
Mamma mín dó á þriðjudagsmorguninn umkringd börnum, barnabörnum, tengdabörnum og meira að segja einu barnabarnabarni ( að vísu staðsett í maga móður). Friðsælt og fallegt.
Ég er yngst ( en ekki minnst) og kannske er það þess vegna sem ég skreið upp í til mömmu og pabba langt fram eftir aldri ( reyndar Steinvör og Kristmundur líka...og það var barátta um besta plássið uppí hjónarúmi). Og síðan á unglingsárum og eftir það ef hann faðir minn brá sér af bæ næturlangt þá lúrði ég í hans bóli, man eftir því meira að segja, eftir að Kjartan Þór minn fæddist að ég og hann sváfum pabba megin,- við hlið mömmu !!! Síðustu nóttina hennar lúrði ég einmitt í Lasy Boy stól við hlið hennar á sjúkrahúsinu á Selfossi................
Hér er mynd síðan í haust,- mamma með nöfnu sína dóttur Steinvarar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)