Fiskur á föstudaginn langa !!

Á mínu æskuheimili  var alltaf fiskur á föstudaginn langa.  Við systur höfum haldið í þá hefð og í kveld var þessi glæsilegi fiskur eldaður á þessu heimili. skotuselurSkötuselurinn er jafn bragðgóður og hann er útlitsljótur.  Notaði þessa líku fínu uppskrift frá Kalla Pálma,- afskaplega gómsætt og volga kartöflusalatið sló aldeilis í gegn.  http://www.123.is/tgj/

Dagurinn í dag var náttúrulega bara yndislegur.  Lúkas fór í fjallið með vini sínum kl. 10 en gafst upp á lyfturöðinni um hádegisbil,- ég fór því ekki á skíði heldur fórum við Kolfreyja í montgöngutúr með Þórhildi minnstu frænku á meðan Steinvör, Kristjón og Kristín fóru í sleðaferð upp í fjall.  Við Kristjón stefnum þó að því að smella okkur á skíði kl. 9 í fyrramálið. Stólum á að flestir nenni ekki á fætur svo snemma og verðum mætt fyrst í lyfurnar.


En vinnan ?

Af hvurju er þetta fólk ekki í vinnunni sinni ?  Eða nýtir það sér helgidaga kristinnar kirkju til að vera í fríi ?  Það finnst mér furðulegt !!!
mbl.is Vantrúaðir spila bingó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband