Gestirnir komnir í hús,
20.3.2008 | 02:34
og upp í ból takk fyrir. Þýðir ekkert annað en að koma svona næturgöslurlum í háttinn hið fyrsta ;) Kolfreyja Sól bauð Kristínu Jónu frænku sinni í sitt ból og las hana í svefn !!! Það þótti foreldrunum ekkert leiðinlegt þar sem vaninn er að lesnar eru ÞRJÁR bækur fyrir barnið á hverju kveldi, síðan sagðar sögur ( aðallega skilst mér af því þegar Þórhildur Helga frænka datt í kindaklósettið !!! ) og að lokum sungið.............malli minn, gott að Kolfreyja gefur foreldrunum frí svona um páskahátíðina. Litla nafna mín er náttúrlega bara dásemdin ein, bros út að eyrum og spriklar og iðar.
Fullt hús matar á þessu heimili, vond veðurspá og ég stefni að yndislegum letidegi með gestunum. Sé fyrir mér að við bökum vöfflur og hitum kakó og spilum og dúllumst á meðan veðurofsinn gengur yfir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)