Dásemdin senn á enda....

...því hetja hafsins heldur á veiðar á ný á laugardaginn ;(  Sei, la, ví.  Þetta er búið að vera dásemdin ein að hafa sjóarann heima,- komnar flísar á eldhúsgólfið og stigann niður og ég hef ekki eldað eina einustu máltíð né smurt í nestisbox barnanna !!  Það er nú samt skondið að eins og það var mikill gestagangur hjá mér í janúar og febrúar þá hefur varla komið hingað kjaftur á meðan Bogi var heima.  Jú, reyndar tengdamóðir góð og svilkona, en aðeins einn næsturgestur ( mjög ljúfur og fínn og bauð mér í leikhús og alles ).  Síðan byrja gestirnir að streyma í hlað er Bogi heldur brott því von er á Steinvöru systur með alla fjölskylduna um páskana.  Við systur komum sjálfsagt til með að strauja fjallið bærilega ;) og malli minn hvað ég skal knúsa litlu nöfnu mína og stóru systur hennar.

Vísitölufjölskyldan


Bloggfærslur 13. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband