og fleiri viðburðir...
10.3.2008 | 17:46
Takk kæru vinir fyrir árshátíðarábendingar !!! En svei mér þá ef ég þarf ekki bara að fara að komast í fjallið og slaka svoleiðis á frekar en að sitja út i sal, horfa, hlægja og klappa ;)
Á laugardaginn var fröken Kolfreyja að sýna í fyrsta sinn á sviði Leikfélags Akureyrar,- hún hefur verið á 8 vikna námskeiði hjá Sönglist og endaði námskeiðið á tveggja tíma sýningu með leik og söng. Síðan sté hún aftur á stokk í Leikhúsinu á sunnudagsmorgun og sýndi aftur og eftir hádegi þann sama dag brunaði fjölskyldan á Blönduós og fórum við á leikritið sem Leikfélag Blönduós er að sýna,- Tveir tvöfaldir. Leikgleðin er að fara með tengdafjölskyldu mína því þar léku Sylvía og Kalli, systkini Boga og tengdamamma farðaði liðið og tengdapabbi smíðaði leikmyndina. Held að þessi familía ætti nú bara að stofna fjölskylduleikhóp !!
Svaka gaman og mikið hlegið.............alla helgina.
En eins og fyrr segir...........alveg kominn tími á fjallið ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)