Hvaða veður ??

Við erum ekki enn farin að finna fyrir þessu vonda veðri hér á Akureyrinni,- kemur kannske í nótt !!  Skal vel og vandlega gæta mín á því að halda mig heima með börnunum mínum.  Reyndar fundum við fyrir veðrinu á þann hátt að það var lokað í fjallinu,- og ég sem ætlaði að eyða öllum deginum á skíðum.  Því braut ég öll fyrri heit um afslöppun og tjill og er byrjuð að rudda til í bókaskápunum,- mæ ó mæ, meira að segja búin að henda gömlum glósum síðan úr Kennó 1990.  ( Hvað er ég búin að flytja oft með þær ??).  Missti mig síðan aðeins á hörkuútsölu upp í Hrísalundi og keypti svoldið að litlum bleikum kjólum, gagn að barnabarnið tilvonandi sé kvenkyns,- og þó,- feministinn ég get nú alveg verið það hörð að gefa litlum gæja bleikan kjól...hrmmmmppp
mbl.is Alls ekki að vera á ferðinni að nauðsynjalausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband