Það þarf nú að kenna fólki að njóta !!!
27.2.2008 | 22:24
Ég hef á tilfinningunni að amk helmingurinn ( bara smá ýkjur) af áhorfendum á árshátíð 2. bekkjar í Brekkuskóla í dag hafi notið sýningarinnar. Ekki það að börnin hafi ekki staðið sig bráðvel og verið til fyrirmyndar heldur vegna þess að margt af fullorðna fólkinu var ekki að slaka á og njóta stundarinnar. Veit ekki hve margar myndavélar voru í salnum,- flass, flass, hlaup, hlaup, flass, flass. Og sumir með upptökuvél í gangi allan tímann. Ég get ekki ímyndað mér að fólk njóti skemmtunnar ef það er allan tímann að bíða eftir eða að reyna að ná hinni fullkomnu mynd !!! Og ætlar það síðan að skoða myndirnar heima og njóta þá stundarinnar.......hmmmm Hefði ekki verið betra að taka mynd af litla englinum á undan,- á leiðinni á skemmtunina.
Þar að auki þá trufla svona hlaup, flass, flass aðra áhorfendur, sem eru komnir til að njóta. Einn afinn fór meira að segja oftar en einu sinni hálfa leið upp á svið til að ná mynd af barnabarninu,- og var næstum búinn að klessa linsunni upp í augað á barninu sem stóð fyrir framan barnabarnið !!..............Gaman seinna að skoða myndir,- já mannstu,- þetta var þegar afi stakk augað úr bekkjarfélaga þínum.
Sorrý,- engar myndir af dóttur minni, ég fór nefnilega til að njóta. Og naut vel,- ( fyrir utan flass, hlaup, flass), takk fyrir mig 2.bekkur Brekkuskóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)