Fló á skinni
24.2.2008 | 11:11
Ég var svo einstaklega heppin að vera boðin í leikhúsið í gær. Fór í betri fötin, skildi Boga eftir heima með börnin og matarundirbúninginn og skeiðaði í leikhúsið með fjallmyndarlegum manni !! Húha. Fló á skinni er náttúrulega farsi og því væntanlega alltaf hægt að hlægja almennilega. En ég held að það sé ekkert sjálfgefið að það sé jafnskemmtilegt og það er í þessari uppfærslu LA. Það er valin manneskja í hverju hlutverki. Guðjón Karl algjörlega óbetranlegur sem Jóhannes og Klemmi,- frábær leikari. Hann sló líka alveg í gegn hann Hallgrímur Ólafsson í hlutverki Jóhanns S,- og Kristín Þóra Haraldsdóttir var frábær sem nýbúinn Tína. Ég var samt pínu stund að fara í gang með hláturinn,- en mæ ó mæ þegar ég byrjaði. Hló svo að tárin runnu og málingin út um allt ;)
Mæli semsagt eindregið með þessari uppfærslu LA á Flónni................allir í leikhúsið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)