Bíðum spennt
23.2.2008 | 17:14
Þetta er alveg æsispennandi dagur,- fær Bogi veiðileyfi eða ekki !!! Ef ekki, lendir hann þá ofarlega á biðlista ? Ef hann fær dýr,- nær hann því? Með hverjum fer hann þá á veiðar ? Hversu stórt verður dýrið? Verður pláss í kistunni? Verður hreindýr í matinn næsta vetur? Æsispennandi dagur í dag ;)
Ahhh,- spennan er á enda, svona rétt á meðan ég bloggaði..........og hann fékk belju á sex !!
![]() |
Eftirvænting vegna útdráttar hreindýraveiðileyfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Góður endir á góðri viku !!
23.2.2008 | 10:51
Mikið var nú ljúft og gott að skella sér í skíðaskóna og fara í fjallið eftir hádegi í gær. Var svo ansi heppin að fá boð um skíðaferð með útivistarvali 8.bekkjar ;) Þetta er nú toppurinn á vinnunni minni !!! Jibbý

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslensk stjórnmál í hnotskurn !!
23.2.2008 | 10:47
Og enn og aftur sannast hið mikla bananalýðveldi Íslands. En ég er nú ekki farin að sjá að sjálfstæðisfólk sætti sig við þetta !! eða hvað ? Fyrst að seðlabankastjóri styður manninn í þessari ákvörðun,- og hann virðist ráða öllu í flokknum ennþá..........
![]() |
Vilhjálmur ætlar að sitja áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)