Þöggun ?
5.12.2008 | 17:19
Hvað er að gerast hérlendis í dag? Í gær voru allir fréttamiðlar uppfullir af fréttum af orðum Davíðs og viðbrögum við þeim hjá pólitíkusunum. Núna seinnipartinn í dag er ekki múkk um þetta mál,- ekki á mbl,-vísi eða ruv. Ekkert hefur heyrst frá leiðtoga Samfylkingar en Össur var e-hvað að gapa í Fréttablaðinu í morgun. Ég bara spyr, hvað er að gerast ? Þetta hlýtur að vera lognið á undan storminum,- Davíð rekinn,- eða/ og stjórnarslit. Ef ekki þá er næstum örugglega von á stormi í mótmælum á morgun. Mér finnst þessi þöggun í dag slá öllu við !!!
Upplýsingaflæði hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)