Skrift

Ég olli stórhættu í umferðinni um daginn,- ástæðan var sú að ég var í hláturskasti. 

Ég var á leið í leikhús með Kolfreyju Sól og Emblu vinkonu hennar.  Við vorum að fara á jólaleikrit.  Þær voru mjög uppteknar af því hvað þær hefðu fengið í skólinn frá jólasveininum.  Þá fór Embla að ræða um skrift jólasveinsins.  "Veistu Kolfreyja,- hann Stekkjastaur kann sko ekki að skrifa,- hann skrifar rosalega illa.  Hann skrifar bara blokkskrift og snéri E-inu öfugt og b-inu, skrifar bara ótrúlega illa."  Kolfreyja varð yfir sig hneyksluð, en fór að rifja upp að hún hefði eimitt e-hvertímann fengið bréf frá jólasveini sem skrifaði allt kolvitlaust.  " Já,- en Giljagaur, veistu...veistu" sagði Embla " vinkona mín fékk bréf frá honum og hann skrifar sko tengiskrift,- rosa flott"...........

svona voru umræðurnar á leið í leikhúsið,- hver skyldi kenna þessum jólasveinum að skrifa,- skyldi Giljagaur vera eldri fyrst hann skrifar svona vel....o.s.frv.  ég beið bara eftir því að þær færu að ræða hvort e-hver jólansveinanna væri lesblindur ;) 

vef-j%C3%B3lasveinn72


Bloggfærslur 20. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband