Tiltekt

Deginum var eytt í garðinum.  Við hjónakornin erum kannske eins og hjónin á stjórnarheimilinu,- búin að saga burt greinar sem voru brotnar og fúnar, raka saman laufblöð sem hafa fallið af trjánum og hreinsað burt allar greinar sem brotnuðu í óveðrinu um daginn.  Nú eru aspirnar okkar fínar og flottar,- það eiga þó eftir að falla fleiri blöð og þá rökum við meira.  Og við bíðum enn eftir utanaðkomandi þjónustunni sem er ætlað að taka í heilu lagi stóru öspina utan við hús,- hún er skökk og margar greinar brotnar og við viljum fjarlægja hana áður en hún skellur á húsið okkar.

Það má leika sér að líkingu við fjármálakerfið !!


Hughreystandi

Það var virkilega hughreystandi að hlýða á mál Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðfreyju í Silfri Egils áðan.  Hún kemur þannig fram að ég er ekki í vafa um að þetta verður allt í lagi !!  Já bara allt. 

Síðan er alveg augljóst að Agli er nú nokkuð mikið í nöp við Jón Ásgeir,- Jón greyið komst e-lega ekkert að þegar Egill jós yfir hann skítnum og leiðindunum, gat þó skotið inn á milli,- Egill, nei Egill,,,hlustaðu nú.  Mér fannst eins og Jón Ásgeir væri spyrjandinn en Egill viðmælandinn....svona miðað við hvernig Egill spýtti froðunni út úr sér og Jón reyndi að róa hann niður.  Jón kom afskaplega vel fyrir,- en hvort hann er svoddan mörður að hann nái að blekkja mig er nú ????


Bloggfærslur 12. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband