Málfarsvillur....
7.1.2008 | 18:49
...pirra mig oft. Þó ég sjálf geri örugglega margar. En mér finnst sjálfsögð krafa að það fólk sem vinnur við fjölmiðla tali rétt og gott mál !!!
Einn sjónvarpsmann heyrði ég segja....á gamlárdagskvöld,- þetta misbýður málvitund minni ;( finnst lang eðlilegast að segja gamlárskvöld,- þótt að öllu jöfni segi fólk mánudagskvöld... ( enn og aftur legg ég til að við tökum upp eftir frændum vorum í Færeyjum og segjum mánakvöld...).
Og annar sjónvarpsmaður fór nú alveg með það þegar hann spurði ljósmóður að því hvort fólk kæmi ekki víðs vegar að til að fæða börn á sjúkrahúsinu. Fólk fæðir ekki börn heldur eingöngu konur,- hingað til amk. Hitt er allt annað mál að fólk eignast börn,- en klárlega fæðir ekki næstum allt fólk börn.
Ég veit, ég veit...þetta er algjör tittlingaskítur,- en fer í pirrurnar á mér........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)