Misskilinn húmor !!
28.1.2008 | 22:13
Svei mér ef ég er ekki komin í flokk með Spaugstofunni ( altsvo ekki pólitískan flokk heldur húmorískan). Húmorískan að því leiti að fullt af fólki skilur ekki brandarana mína. Það gerist svo oft og iðulega að nú orðið er ég farin að bæta ósjálfrátt við í lok brandara.....nei,nei, bara grín og útskýri oft á tíðum brandarann....sko þetta er fyndið af því að sko.... Þeir hefðu betur gert það Spaugstofukarlar síðastliðið laugardagskvöld. Þvílíkur misskilningur,- hjá heilli þjóð, og allt orðið vitlaust á bloggsíðum landana og Ólafur F kominn með þvílíkt samúðarfylgið. Karl Ágúst Úlfsson upplýsti nefnilega í Kastljósi í kveld að þeir voru bara ekkert að gera grín að Ólafi F. Þeir voru að gera grín að fjölmiðlum.
Ég á greinilega margt líkt með Ragnari Reykás.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)