Mæddur mánudagur ;(
21.1.2008 | 21:37
Á meðan ég lá í pest,- með magaverk og ógleði þá var myndaður nýr meirihluti í borginni. Ég er kannske ófresk ( sko ekki ófrísk) og hef verið með þessa ógleði vegna þess arna ?? Aldrei að vita, kona hefur nú ýmsa hæfileika ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tíhí...hann notar greinilega ekki....
21.1.2008 | 21:34

![]() |
Keyptu föt fyrir tæpa milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyndið...
21.1.2008 | 21:31
að heyra Binga hafa áhyggjur af lausung í borgarstjórninni. Stóð hann sjálfur ekki að því fyrir 102 dögum síðan ?
En hvað var Dagur að boða þegar hann talaði um Tjarnarkvartettinn, að hann væri ekki búin að syngja sitt síðasta í borgarmálum og jafnvel á öðrum vettvangi. Ætla þau að fara í útrás í landsmálapólitíkinni, eða var þetta boð um þorrablótssöngva?
![]() |
Dagur: Óvanur því að samstarfsmenn segi ekki satt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tæpur!!!
21.1.2008 | 21:28
meirihluti, meina ég sko. Þetta eru nú meiri sviptingarnar á "versta" degi ársins ( eins og segir í annarri frétt á mbl). Mér fannst nú sorglegt að horfa á þessa lúnu, gráu menn kynna nýjan meirihluta. Og voru dónalegir og í vörn eiginlega við blaðafólkið. "Þetta er óviðeigandi spurning", "Ég þarf bara að láta þig hafa eintak" og svona fleiri hrokafull tilsvör. Uss og svei,lofar ekki góðu.
Það skal enginn segja mér að þessi meirihluti haldi, og ef hann heldur þá verður Villi samt ekki borgarstjóri seinnihlutann.
![]() |
Ólafur: Áherslur komu mjög seint fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leiðarljós hvað?
21.1.2008 | 11:57
Þetta er nú meiri sápuóperan hjá Framsóknarflokknum þessa daganana. Ég er nú farin að hallast að því að þetta sé undirbúningur þeirra að nýrri framsókn,- þeir vilja náttúrulega fá sinn hlut í köku Björgólfs hjá RUV. Verst að handritið þeirra er nú ekki nógu trúverðugt,- slær Leiðarljósi út held ég bara og svei mér ef ekki Dallas líka.
Býð spennt eftir innkomu Jónínu Bjartmarz á sviðið !!
![]() |
Ómakleg framganga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)