Afdrifarík skíðaferð??
11.1.2008 | 10:41
Dreif mig á þriðjudaginn í fjallið með dótturinni. Hún nefndi nú svona í framhjáhlaupi að hún kenndi sér smá meins í hálsinum á leiðinni upp í fjall, en svo var það ekkert rætt meir. Okkur finnst nefnilega svo gaman á skíðum. Þegar við komum heim um kveldmatarleytið þá lagðist daman upp í sófa og ég bókstaflega horfði á hitann hellast yfir hana. Þannig að hún er búin að vera með hita og hálsbólgu síðan þá og er enn drusluleg blessunin. Ég náttúrulega eins og útspýtt hundskinn milli vinnu og heimilis !!! Nú er gott að hafa fartölvu ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)