Æði

Jól á KolfreyjustaðFyrst ég er nú dottin í myndirnar á annað borð,- þá skelli ég þessari hérna inn.  Mér finnst hún algjört æði.  Held að bleiku heimasaumuðu jólafötin okkar Steinvarar slái öll heimsins tískutrend út.  Ég er bara hundsvekkt að þessi föt hafi ekki varðveist, en ég fann þau amk ekki út í bílskúr.  Gætu selst á háu verði á e-bay núna.  Þær eru líka alveg all svaðalegar pæjur stóru systur mínar þarna, Imba og Guðný og Klimmi eins og skotturófa þarna í systrahópnum.  En það hefur alveg greinilega verið alveg svakalega gaman hjá okkur !!!!

Bloggfærslur 8. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband