Tunguholt
7.9.2007 | 13:03
Í sveitinni á Fáskrúðsfirði var heimavistarskóli. Þangað fóru börnin frá 7 ára aldri og til 12 ára. Skipt var í yngri og eldri deild. 7-9 ára og 10-12 ára. Yngri deildin var í skólanum í 2 vikur og fór þá heim og eldri deildin var í 3 vikur og svona skipti voru allan veturinn. Ég get ekki sagt að þetta hafa verið draumastaðan,- man alltaf að ég þoldi ekki Stundina okkar því þá vissi ég að skólabíllinn færi að koma. Okkur leið svosem ekki illa held ég,- en samt. Þessi mynd er tekin á jólaskemmtun 1976. Þennan vetur strukum við í eldri deildinni og það er nú aldeilis saga að segja frá því........
En þekkið þið þetta mektarfólk?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)